Notaðar DJI TB60 rafhlöður til sölu
Áreiðanlegar og öflugar rafhlöður fyrir Matrice 300 RTK dróna
Við hjá Dronefly bjóðum notaðar DJI TB60 rafhlöður – sömu gerð og eru notaðar í Matrice 300 RTK atvinnudróna. Þetta eru hágæða rafhlöður sem tryggja langan flugtíma, stöðugleika og áreiðanleika í krefjandi aðstæðum.
Helstu eiginleikar:
- Hentar fyrir DJI Matrice 300 RTK
-
Hámarks orka: 5935 mAh / 52.8V
- Lítil sjálflosun og stöðug afköst
- Auðvelt að skipta út á vettvangi
-
Styður hot-swap – hægt að skipta um rafhlöðu án þess að slökkva á drónanum
- Lengir flugtíma drónans – allt að 55 mínútur með tveimur TB60
Hentar sérstaklega fyrir:
- Lengri verkefni þar sem fleiri rafhlöður nýtast vel
- Eftirlit, kortlagningu, leit og björgun, mannvirkjaskoðanir og önnur atvinnuverkefni
Af hverju að velja notaðar TB60 rafhlöður frá Dronefly?
- Skoðaðar og prófaðar af sérfræðingum
- Ástand og ending metin – aðeins góðar rafhlöður í boði
- Hagstætt verð miðað við nýjar rafhlöður
- Frábær viðbót fyrir þá sem vilja auka afköst og sveigjanleika í verkefnum