Hvernig virkar þetta?

Við fáum drónann til okkar

Þú getur sent hann til okkar eða komið með hann.

Við skoðum hann

Þá sjáum við hvað þarf að laga og/eða skipta um.

gefum þér kostnaðaráætlun

Sem þú samþykkir eða hafnar.

Gerum við drónann

Eftir að kostnaðaráætlun er samþykkt.

Algengar spurningar

Það er minnsta mál. Þú getur sent drónann til okkar í Jöfursbás 4. Gott er að senda með blað sem útskýrir hvað er að drónanum og hvað þú vilt að við gerum.

Biðtími á viðgerð fer mikið eftir því hvað er að drónanum. Kostnaðaráætlun er oftast komin eftir 1 - 2 vikur. Stundum þarf að senda dróna út til DJI sem getur alveg tekið um mánuð. Gott er að heyra í okkur í síma til þess að kanna biðtíma.

Já, það er hægt. Flýtimeðferðin hjá okkur kostar 8490 kr sem leggst ofan á tímavinnu og annan kostnað

Kostnaðaráætlun virkar þannig að við tökum drónann til okkar á verkstæðið skoðum hann og sjáum hvað þarf að laga. Gefum upp kostnað sem þú samþykkir eða hafnar. Ef þú samþykkir þá byrjum við að gera við drónann og þú greiðir þá þann kostnað þegar dróninn er tilbúinn. Ef þú hafnar kostnaðaráætlun færðu drónann strax til baka eftir að hafa greitt skoðunargjald sem er 7990 kr

Símaþjónusta

Sendu okkur skilaboð